Hin íðilfagra Halle Berry gekk að eiga kærastann sinn Oliver Martinez á dögunum en parið gekk í það heilaga í Frakklandi.
Nánar tiltekið í Chateau des Conde í Vallery, þaðan sem brúðguminn kemur.
Hjónakornin nýju eiga von á sínu fyrsta barni saman síðar á þessu ári en athöfnin fór fram borgaralega, eða á skrifstofu dómara síðasta laugardag.
Síðar fóru þau í kapellu þar sem um sextíu gestir voru samankomnir. Þar á meðal bróðir Ólivers, Vincent og móðir hans Rosemarie. Að lokum var haldin veisla sem skartaði flugeldasýningu og fleira fíneríi.
Þetta er þriðja hjónaband kynbombunnar Berry en hún á fyrir dótturina Nölu með fyrirsætunni Gabriel Aubry.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.