Þórhalla Guðnadóttir, eða Halla eins og flestir kalla hana, er fædd í Krossi í Landeyjum árið 1925.
Eftir að hún flutti í höfuðborgina 19 ára gömul til að leggja stund á nám í Myndlistar – og handíðarskólanum, ól hún manninn í 101 Reykjavík þar sem hún sinnti eiginmanni og börnum. Eftir að bóndinn lést og börnin fluttu að heiman fékk Halla hinsvegar það sem hún hafði aldrei fengið áður, – Nægan tíma fyrir sjálfa sig.
Ég þekki Höllu persónulega. Hún er mamma einnar bestu vinkonu minnar og ein sú dásamlegasta kona sem ég hef kynnst. Alltaf svo hlý, gjafmild og skemmtileg og það var hreint dásamlegt að sjá hana byrja að blómstra upp úr sjötugu. Halla er ein af fyrirmyndum mínum í lífinu enda hef ég alltaf litið upp til eldri kvenna sem lifa lífinu jákvæðar og æðrulausar.
Hér er örstutt mynd um þessa frábæru konu…
[youtube]http://youtu.be/rWoAh7MjxEA[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.