Ekki er öll vitleysan eins. Nýjasta æðið í Kína gengur út á að reyna að fá hunda til að líkjast sem mest villtum dýrum sem ekki er hægt að eiga sem gæludýr. Til dæmis þessir hundar hérna. “Pöndur” og svo hundur sem er búið að gera að tígrisdýri. Þetta meikar ekkert sens. Eigendurnir eyða víst óskaplega miklum tíma OG peningum til að fá dýrin til að líkjast sem mest villidýrum.
Spurningin er bara hvort aumingjans hvuttarnir endi í tilvistarkreppu?
Hundasnyrtistofur í Kína keppa nú að því að bjóða þessa þjónustu og hafa hana sem fjölbreyttasta. Þannig áttu að geta pantað ljónalúkk eða þvottabjarnarútlit fyrir aumingjans hundinn.
Einhvernveginn finnst manni eins og það væri sniðugra að eyða peningunum í eitthvað annað?
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.