Jæja þetta er fyrsta færslan mín á Pjatt.is en ég mun koma til með að deila með ykkur myndaþáttum í vetur og öðru sniðugu tengt ljósmyndun eins og til dæmis uppáhalds forritunum mínum til þess að vinna myndir og sniðugum trixum sem ég hef lært.
Hér er nýjasta persónulega verkefnið mitt en myndinar voru teknar á Canon 550d, linsan er 50mm f1.8 og svo notaði ég Canon speedlite 430 II.
Hope you like it!
Förðunina sá Sigríður K. Kjerulf Magnúsdóttir/ Make up by Kjerúlf um en Friðrik Vader Jónsson sat fyrir.
ps. megið endilega senda mér línu ef þið hafið einhverja klikkaða hugmynd af myndatöku sem að þið mynduð vilja sjá framkvæmda – eða taka þátt í að gera!
Stjórnmálafræðingurinn Emilía Kristín er 25 ára stelpa, fædd og uppalin á Seltjarnarnesi. Hún er í sambúð og móðir tveggja dásamlegra stelpna. Emilía hefur brennandi áhuga á ljósmyndun, hönnun, tísku og barnatísku og elskar allt sem glitrar. Hún er með útlandasýki á háu stigi og er helst með 2-3 utanlandsferðir í kortunum. Uppáhalds staðurinn hennar í Reykjavík er Te&kaffi í Austurstræti og hún elskar Pippó! ✌