Fyrirsætan Bettie Page hafði gríðarleg áhrif á erótíska heiminn fyrir um sjötíu árum og gerir enn þann dag í dag. Hárgreiðslan hennar er fyrir löngu orðin iconic og það sama má segja um stílinn. Hún þótti auðvitað alveg rosalega djörf, og nánast hættuleg, þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið upp úr 1950 en í dag þykir almenn ástríða fyrir leðurfatnaði auðvitað ekkert tiltökumál.
Hvað bindingarnar varðar þá var það aðallega teiknari og útgefandi að nafni John Willie sem kom henni út í það að pósa með svo ögrandi hætti en hann var geysilegur áhugamaður um þennan anga erótíkurinnar og skildi eftir sig aragrúa af teikningum sem æsa fólk ýmist eða stuðar. Hann var ansi mikill perri og hreint ekkert að fela það því árum saman gaf hann út sérstakt rit um áhugamálið, blað sem hann kallaði Bizarre. John hafði Bettie sér til halds og trausts, bæði sem ljósmyndafyrirsætu og fyrir teikningar en hún var með mjög ávalar línur og löðrandi sexappíl. Eins og Marilyn Monroe, nema bara vond. BOBA.
Bettie lést í New York árið 2008 úr hjartaáfalli, þá orðin 85 ára með viðburðaríka ævi að baki. Þú getur lesið meira um þessa dívu hér hjá Time Magazine en fyrst skaltu kíkja á þessar myndir til að örva blóðrásina aðeins hvort sem af sjokki eða sexi.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.