Gwyneth Paltrow og Chris Martin tilkynntu í mars á þessu ári að þau væru að skilja. Þrátt fyrir það búa þau samt enn undir sama þaki.
Þetta kom í ljós í dómskjölum sem lögð voru fyrir dóm í síðustu viku af Paltrow vegna manns sem er búinn að vera að hrella hana.
Manni frá Texas hefur verið gert að halda sig frá Paltrow, börnunum hennar, og Martin en það kemur fram í skjölunum að þau búi enn saman.
Svo virðist sem leikkonan og tónlistarmaðurinn hafi sjaldan eytt eins miklum tíma saman og eftir að þau tilkynntu okkur hinum að þau væru að skilja.
Samkvæmt heimildum mættu þau saman í afmæli hjá leikaranum Robert Downey Jr, fóru í frí saman og fóru saman út að borða með vinum sínum…. eftir að þau tilkynntu um skilnaðinn.
Eru þau virkilega að skilja? Er einhver að skilja… þetta?
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.