Leikkonan Gwyneth Paltrow segir að það sé stundum erfitt að finna jafnvægi á milli vinnunnar og foreldrahlutverksins.
Í viðtali við tímaritið Red segir Gwyneth að henni sé skítsama um hvað öðrum mömmum finnst um hana og hvernig hún elur upp börnin sín en hún á tvö börn á skólaaldri. Hún segir að aðrar mæður séu fljótar að gagnrýna þær konur sem ákveða að fara út á vinnumarkaðinn þrátt fyrir að eiga börn.
Gwyneth finnst hræðilegt þegar konur eru að úthúða mæðrum og kalla þær óhæfar vegna þess að þær séu útvinnandi. Gwyneth segist finna fyrir samviskubiti þegar hún sé lengi frá börnunum sínum vegna vinnu en þau séu samt sem áður í fyrsta sæti og eru alltaf í forgangi. Hún og Chris Martin eiginmaður hennar vinni bæði mikið en passi alltaf uppá að börnin séu ekki útundan.
Gwyneth finnst að konur eigi að hafa val og það sem henti einni konu virkar kannski ekki fyrir þá næstu. Konur ættu samt sem áður að hætta þessu kjaftæði og fara að standa með kynsystrum sínum! Leikkonan segir einnig að þegar hún sé með börnunum sínum þá fái þau 100% athygli frá henni og að ekkert annað skipti máli þegar þau eru saman.
Gwyneth segir að konur verði að finna jafnvægi og hvað henti þeim best í sambandi við vinnu og fjölskyldu. Þar að auki ættu þær að gefa skít í það hvað öðrum finnst!
Ég held að flestar mæður geti verið sammála leikkonunni. Hvort sem þú ert í námi eða vinnu þá er alltaf erfitt að vera ekki með samviskubit þegar maður er ekki með börnunum sínum en hver og ein kona/fjölskylda verður að finna sína leið til að láta hlutina ganga.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig