Hin íðilfagra Gwyneth Paltrow birtist með börnin sín tvö til að árita nýja matreiðslubók sem hún ákvað að gefa út eftir að hafa þurft að breyta sjálf um mataræði.
Hún heldur vanalega börnum sínum utan sviðsljóssins en í þetta skiptið komu Apple níu ára og Móses, sjö ára, með mömmu sinni á svæðið. Þau þykja einkar lík henni en Gwyneth komst nýlega milli tannanna á fólki fyrir að meina þeim um kolvetni.
Þetta ku vera hinn mesti misskilningur því það var bara glútein sem Gwyneth tók úr mataræði sonar síns þar sem hann hefur ofnæmi fyrir slíku.
Bókin hefur fengið titilinn It’s All Good en Gwyneth rann blóðið til skyldunnar með að koma bókinni frá sér eftir að læknar ráðlögðu henni að fylgja ströngu mataræði og í kjölfarið fór sonurinn á glúteinlaust mataræði.
“Hann er mjög slæmur af exemi og er líka með ofnæmi fyrir glúteini, dóttir mín þolir svo ekkert sem kemur úr mjólkurvörum af kúm. Ég reyni að bjóða syni mínum upp á glúteinlausa fæðu því það er ótrúlega mikill munur á líðan hans þegar hann borðar það og þegar hann sleppir því,” sagði Gwyneth og hló í leiðinni að sögusögnum um að börnin fengju engin kolvetni.
“Ég heyrði talað um að krakkarnir fengju bara enginn kolvetni og að ég gæfi þeim þang að borða – ég veit ekkert hvaðan þetta kemur. Þau fá sér alveg stundum Oreo kex. Þau eru bara venjulegir krakkar.”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.