Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur prófað alla heimsins megrunarkúra og nánast svelt sig til þess eins að vera grönn.
Núna hefur hún tekið þá ákvörðun að gefa börnunum sínum, Apple og Moses, engin kolvetni, ekkert brauð, ekki pasta og engin grjón. Hún tók þessa ákvörðun þar sem að hún telur að börnin og eiginmaður hennar, Chris Martin, þjáist öll af glúteinofnæmi, mjólkurofnæmi og að þau séu líka með ofnæmi fyrir hænueggjum. Næsta skref er svo að gefa út matreiðslubók fulla af næringarríkum og hollum uppskriftum…
Gwyneth sagði einu sinni að hún myndi frekar gúffa í sig möndlum til þess að seðja hungrið í stað þess að fá sér almennilega máltíð. Þegar hún var á tvítugsaldri ákvað hún að fara á megrunarkúr þar sem að hún borðaði bara grænmeti og baunir og tyggði matinn betur og oftar en vanalega.
Að sögn leikkonunnar segja allir næringafræðingar og sérfræðingar að glútein sé ekki hollt fyrir líkamann því hann sé svo lengi að vinna úr því, einnig að margir, ef ekki flestir, séu með ofnæmi fyrir því á einn eða annan hátt.
Einn næringarfræðingur að nafni Yvonne Wake er þó alls ekki sammála Gwyneth. Hún segir að börn þurfi kolvetni til þess að getað hugsað rétt, heilinn vinni ekki rétt þegar við sveltum okkur af kolvetnum og að lítil börn þurfi sérstaklega á því að halda að fá kolvetni til þess að fúnkera rétt og geta lært. Þegar heilinn er sveltur af kolvetnum þá hægist á honum og þau verða lengur að hugsa og hugsa jafnvel ekki rökrétt. Yvonne segir einnig að börnin hennar Gwyneth séu alltof horuð miðað við aldur og séu greinilega ekki að fá næga næringu sem getur verið hættulegt.
Margir aðrir sérfræðingar taka undir orð Yvonne og segja að margir greini sjálfa sig og aðra í kringum sig með ákveðið fæðuofnæmi til þess að finna afsakanir eða ástæðu fyrir því að taka út einhverja fæðutegund.
Gwyneth er þekkt fyrir öfgar þegar kemur að mataræði fyrr sjálfa sig en núna er hún farin að blanda börnunum í málið, hvað finnst þér? Og um svona pælingar almennt? Kíktu á facebook síðu Pjattrófanna.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig