Veitingamaðurinn Gunnsteinn Helgi er eigandi og yfirþjónn hins geysivinsæla veitingastaðar Sushisamba.
Hann er einhleypur faðir 6 ára stelpu sem elskar að ferðast og borða góðan mat. Hann segist sjaldan verða stressaður og auðvitað hefur hann gert hamborgara frá grunni.
Hvernig finnst þér best að byrja daginn?
Mér finnst besta að byrja daginn á morgunmat með dóttur minni og kíkja svo í laugar þegar ég er búinn að skutla henni í skólann.
Hvernig bregstu við stressi?
Ég verð nánast aldrei stressaður, en ef það gerist þá finnst mér gott að fara í langa og rólega gufu.
Ertu skipulögð manneskja?
Á vissum sviðum er ég mjög skiplagður en öðrum ekki. Má segja að ég sé mjög skipulagður í smáatriðum en oft ekki í stærri málum
Leiðinlegasta vinna sem þú hefur unnið?
Ekkert er leiðinlegt nema að maður sé sjálfur leiðinlegur.
Það skemmtilegasta við starfið þitt í dag?
Ég vinn með hóp af frábæru og skemmtilegu fólki sem gerir hvern dag skemmtilegan og svo hittir maður og kynnist nýju fólki á hverjum degi
Hvað gerirðu til að halda geðheilsunni góðri?
Þó að allir dagar séu ekki alltaf góðir dagar þá er alltaf eitthvað til að vera þakklátur fyrir og til að halda geðheilsunni góðri horfi ég meira og góðu hliðarnar en slæmu hliðarnar
Hvaða smáforrit notarðu mest í símanum þínum?
Myndavél, Facebook, Vasareikni, Live Score
Áttu uppáhalds kokteil?
Þegar ég fæ mér kokteil þá vel ég mér drykk eftir tilefni og umhverfi. Fer svolítið eftir því hvar maður er staddur, hvað maður er að gera og hvernig maður líður.
Uppáhalds lagið 2013?
Ég hlusta mikið á tónlist og allar tegundir af tónlist en er mjög fljótur að fá leið á lögum og þá sérstaklega nýjum lögum og hlusta lítið sem ekkert á útvarpið. Þannig að ég á mér ekkert uppáhaldslag 2013 því ég skipti um uppáhaldslag nokkrum sinnum á dag.
Hvað skilurðu ekki við hitt kynið?
Ég skil ekki neitt við hitt kynið!
Hefurðu gert hamborgara frá grunni?
Að sjálfsögðu, ég er alin upp í sveit og þar var nánast allur matur gerður frá grunni.
Besti veitingastaður sem þú hefur komið á?
Á Íslandi, Sushisamba auðvitað en á mjög erfitt að gera upp á milli annara staða það er svo margt sem spilar inn í til að segja að einhver veitingastaður sér betri en annar.
Kaffi með mjólk eða svart?
Espresso. Biksvart.
Ef þú værir borgarstjóri í viku og fengir 200 milljarða til ráðstöfunar, – hverju myndirðu breyta fyrst?
Ég myndi ekki gera neitt, fyrstu dagarnir færu í að kynna sér mál borgarinnar, næstu dagar í að ræða málin og svo væri vikan búin. Það gerist ekkert á viku.
Næsta stóra tilhlökkunarefnið?
Mig hlakkar alltaf til að fara til útlanda og er að fara til Rioja á Spáni.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.