Jóhanna Methúsalemsdóttir flutti úr miðbænum í Reykjavík til New York árið 1988.
Til margra ára hefur hún starfað sem stílisti en meðal samstarfsaðila hennar eru t.d. Crash, Breska GQ Style, Nylon, Fade, Black, In Style og Seventeen. Hún hefur ennfremur starfað sem stílisti í auglýsingum.
Fyrsta starf Jóhönnu í New York fyrir öllum þessum árum var hjá skartgripahönnuðum Me & Ro sem í dag er orðið vel þekkt merki.
Sína eigin skartgripalínu, sem hún kallar Kría, byrjaði Jóhanna að þróa árið 2007.
Í dag hefur línan slegið í gegn og verið birt á síðum ýmissa tískurita í hinum stóra heimi.
Smelltu á myndirnar til að skoða þessi fallegu verk sem eru meðal annars unnin úr beinum, gulli, rússkinni og silfri.
“Ég skal geyma gullin þín, gamla leggi og völuskrín“
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.