Huginn Muninn var stofnað árið 2007 en fyrirtækið setti fyrstu skyrturnar á markað árið 2011.
Nýjustu afurðir Huginn Muninn voru svo sýndar á RFF um síðustu helgi en konan á bak við þessa flottu hönnun heitir Guðrún Guðjónsdóttir.
Við tókum hana í stutta tískuyfirheyrslu.
– Hvað er tíska fyrir þér?
Tíska er tól sem veitir þér frelsi til að sýna öðrum hver þú ert.
– Hvaða hönnuðir eru í eftirlæti hjá þér?
Hönnuðir sem eru núna í eftirlæti hjá mér eru til dæmis, Mary Katrantzou, Alexander Wang og Sarah Burton.
– Hvar kaupirðu helst föt?
Það eru engir sérstakir staðir, ef ég finn eitthvað fallegt þá kaupi ég það.
– Uppáhalds flíkin núna?
Uppáhalds flíkin núna er ekki spurning lopapeysan sem mamma prjónaði á mig, hún er lífsnauðsynleg í kuldanum.
– Must have í fataskápinn?
Það sem allir ættu að eiga eru fallegar yfirhafnir, skellir sér í eina svoleiðis og maður er samstundis glerfínn.
– Mesta persónulega fashion fail hjá þér?
Mér finnst allt hafa sinn sjarma.. En margt sem ég var í fyrir 10 árum myndi ég ekki láta sjá mig í núna í dag, en var talið flottasta tískan þá.
– Hvaða trend finnst þér flottast nú í vor?
Ég er rosalega spennt fyrir hvíta og svarta trendinu, blanda þeim litum saman á alls konar hátt á eftir að vera mjög skemmtilegt. Það er líka svo frjálst, maður getur gert hvað sem er svo lengi sem það er svart og hvítt.
– Uppáhalds snyrtivaran í dag?
Handáburðurinn minn sem ég uppgötvaði ekki fyrir svo löngu, hann heitir Working hands og gerir undur og stórmerki.
– Hvaða snyrtivöru kaupirðu aftur og aftur ?
Clinique Tinted Moisturizer, þar sem ég nota ekki meik eða púður en langar aðeins að setja eitthvað framan í mig þá er þetta besta litaða dagkrem sem ég hef prófað og á ég alltaf tvö svo ég á alveg örugglega annað þegar hitt klárast.
– Galdurinn að góðu útliti?
Þetta er klisja en það er vatn, ávextir, grænmeti og nægur svefn. Þarf samt nauðsynlega að byrja að fara eftir mínum eigin ráðum.
– Uppáhalds TískuIcon?
Það hefur alltaf verið Audrey Hepburn, það er ekki að ástæðalausu sem ég mála mig eins og ég geri.
– Versta tímabil tískusögunnar?
Það er ekkert tímabil verra en annað, þau eru öll einstök á sinn hátt og hefði ég verið til í að upplifa þau öll.
– En besta?
Besta myndi mögulega vera tímabilið þegar tískan byrjaði að breytast svo um munar í kringum 1900 og allt það sem átti eftir að fylgja því. Mun sneggri breytingar á mjög fjölbreyttan hátt og hefur leitt til þess hversu frjáls tískan er í dag.
– Eitthvað að lokum?
Njótið dagsins, hann kemur ekki aftur á morgun!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.