Guðdómlegur rakspíri frá L’Occitane – L’Homme Cédrat

Guðdómlegur rakspíri frá L’Occitane – L’Homme Cédrat

fotorcreated

Julie Massé
Julie Massé, ilmhönnuður

Ég er einlægur aðdáandi franska snyrtivörumerkisins L’Occitane sem fagnaði 40 ára afmæli sínu á síðasta ári. Nú síðast gaf ég manninum mínum það nýjasta í Cédrat línunni, guðdómlegan rakspíra. L’Homme Cologne Cédrat.

Ilmurinn er karlmannlegur – ferskur – fágaður. Alveg eins og rakspíri á að vera að mínu mati 👌🏼

Samsetning Cologne Cédrat er eftirfarandi:

Fjölskylda: Viðar -og sítrusblanda.
Yfirtónar: Sítrus frá Korsíku; cédrat, mynta og bleikur pipar.
Hjartatónar: Blöð af fjólu og engifer.
Grunntónar: Sedrusviður, moskus og amberviður.

pjattustest-copyL’Homme Cologne Cédrat maðurinn er jákvæður, eðlislægur og hvatvís með gott innsæi. Alveg eins og geislandi ferskleiki þessa ilms. Ég elska að flýja til Miðjarðarhafsins og kanna nýjan sjóndeildarhring. Ég elska milt loftslagið og afslappað andrúmsloftið þar.” Segir Julie Massé hönnuður ilmsins. En aðaltónn spírans, sítrusávöxturinn cédrat, er frá Korsíku í Miðjarðarhafi.

Ég er virkilega ánægð með þennan rakspíra og mæli hiklaust með honum fyrir alla kærasta, unnusta og eiginmenn. Guðdómlega góður og á skilið ekkert minna en 5 stjörnur af 5. Endilega kíkið á þennan ilm frá franska undramerkinu L’Occitane!

5 Stars

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest