Kæri Guð í himninum
Þakka þér fyrir að hafa fært okkur konum Gerard Butler.
Í dag fór ég sem sagt í annað skiptið að sjá leikarann brillera í myndinni The Ugly Truth! Það væri hægt að horfa á þessa mynd milljón sinnum og það stefnir í það hjá skvísunni. Sat sem heilluð og horfði á þennan einstaklega sjarmerandi karlmann. Innra með mér gerðist eitthvað, skyldi vera hægt að falla fyrir kvikmyndaleikara úti í heimi?
Þessi maður, „he has got it“ á einhvern ótrúlega flottan hátt. Hann er í senn fráhrindandi og sjarmerandi. Argasti dóni, gjörsamlega óheflaður en samt svo fyndinn, einlægur og sjarmerandi. Bara hann sjálfur og ekkert leikrit.
Ef kærastinn dúkkar ekki upp með einhvern smell mun ég bara eyða kvöldinu í að horfa á þetta:
Ég ímynda mér auðvitað að Gerry stígi þarna rennandi blautur upp úr sjónum og horfi beint í augu mér af internetinu. Með írskum hreim segir hann við mig: “Trúirðu á ást við fyrstu sýn eða á ég að ganga aftur fram hjá þér?“
Öllum er frjálst að láta sig dreyma…
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.