Er ekki bara við hæfi að bjóða gleðilegt nýtt 2010 með þessari hressu og glaðlegu mynd af drengjunum í Puerto Rikönsku drengjasveitinni Menudo!?
Þeir hafa allavega frábæran fatasmekk þessir pjakkar, svo mikið er víst. Ég væri til í að fara í þetta allt. Buxurnar eru meira að segja með háu mitti. Mínir menn!

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.