Æðislegt guacamole – Einfalt og gott! Frábært meðlæti

Æðislegt guacamole – Einfalt og gott! Frábært meðlæti

12790008_10153989046435798_1447630478_oAvókadó er hægt að nota í svo ótrúlega margt. Í smoothie, sem álegg ofan á brauð eða hrökkbrauð og svo auðvitað í hið ómótstæðilega guacamole!

Hér kemur einföld og góð uppskrift af guacamole sem ég geri í hverri viku, það er bara einfaldlega of gott! 😍

Innihald

  • 2-3 avókadó sem eru mátulega þroskuð
  • 1 hvítlauks rif
  • Kóríander
  • Tómatar
  • Lime
  • Salt&pipar

Aðferð

Settu avókadóin í skál ásamt pressuðum hvítlauknum. Skerðu kóríanderið smátt og hreinsaðu fræ úr tómötunum, skerðu þá einnig smátt. Hrærðu þetta allt saman með gaffli, kreistu lime út á og smakkaðu til með salt og pipar.

Best finnst mér að hafa guacamole-ið í grófari kantinum svo ég hræri ekki of mikið. Ekkert að tapa mér neitt. Ég elska að borða þetta ljúfmeti með burrito, pasta, ofan á hrökkbrauð og með nachos! Get borðað endlaust af guacamole!

Verði þér að góðu. Viva la Mexico! Áfram Guacamole!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest