Avókadó er hægt að nota í svo ótrúlega margt. Í smoothie, sem álegg ofan á brauð eða hrökkbrauð og svo auðvitað í hið ómótstæðilega guacamole!
Hér kemur einföld og góð uppskrift af guacamole sem ég geri í hverri viku, það er bara einfaldlega of gott! 😍
Innihald
- 2-3 avókadó sem eru mátulega þroskuð
- 1 hvítlauks rif
- Kóríander
- Tómatar
- Lime
- Salt&pipar
Aðferð
Settu avókadóin í skál ásamt pressuðum hvítlauknum. Skerðu kóríanderið smátt og hreinsaðu fræ úr tómötunum, skerðu þá einnig smátt. Hrærðu þetta allt saman með gaffli, kreistu lime út á og smakkaðu til með salt og pipar.
Best finnst mér að hafa guacamole-ið í grófari kantinum svo ég hræri ekki of mikið. Ekkert að tapa mér neitt. Ég elska að borða þetta ljúfmeti með burrito, pasta, ofan á hrökkbrauð og með nachos! Get borðað endlaust af guacamole!
Verði þér að góðu. Viva la Mexico! Áfram Guacamole!
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður