Við fengum bréf frá 35 ára konu sem er í vanræðum með húðina:
Sælar pjattrófur
Ég vill byrja á því að þakka ykkur fyrir frábæra síðu! En ég er 35 og í smá vandræðum með húðina. Ég er með mjög viðkvæma og feita húð -er með mikið af fílapenslum og er oftast eldrauð í kinnum.
En nýlega fóru andlitið og bringan að vera rosalega gróf sérstaklega eftir mikla útiveru. Þetta eru svona pínulitlir hvitir nabbar sem sjást ekki sem komu út á T-svæðinu og bringu.
Ég get í raun nuddað óhreinindin framan úr mér en næ aldrei að þrífa þetta alveg, sama hvað ég nota. Er verst þegar ég svitna úti í göngu eða ræktinni.
Eruð þið með einhver ráð handa mér ?
Kv, ein í veseni.
Þar sem vandamálið er heldur sérhæft ákváðum við að leita ráða hjá Ernu Gísladóttur vinkonu okkar á Snyrtistofunni Garðatorgi:
Svar:
Númer eitt er að fara á snyrtistofu og láta greina vandann. Segðu frá því hvað þú ert að nota í snyrtivörum og svo framvegis. Það þarf alltaf að kreista burt fílapensla þeir hverfa ekki og húðhreinsun er því mikilvæg byrjun.
Athugaðu líka að við getum ekki alltaf notað sama kremið t.d. á allt andlitið ef um staðbundin vandamál er að ræða. Rauðar kinnar benda til þess að þarna sé um háræðaslit að ræða. Það þarf að verja vel og nota krem sem dregur háræðarnar saman) meðan t-svæðið þarf að hreinsa með kornakremi og nota krem sem draga úr fituframleiðslu og matta húðina.
Oft er líka frábært að nota húðslípun á gróf svæði til að gera húðina fingerðari, sléttari og á allan hátt áferðarfallegri. Um leið líka nýtast krem og maskar betur þvi þau komast betur ofaní húðina þegar dauða húðlagið hefur verið slípað í burtu.
Þessi hvítu korn sem þú minnist á geta verið mílía korn sem ekki er hæt að kreista. Það verður að stinga á þau í hliðina og auðvitað best að láta fagfólk (snyrtifræðing) gera það.
Ef þú kýst að fara ekki á snyrtistofu myndi ég benda þér á að nota kornakrem, gufu (kreistun) og maska á feita svæðið. Ef verið er að kreista verður að nota maska á eftir sem dregur saman húðholurnar, því annars er húðin skilin eftir opin og þá safnast fljótt óhreinindi í húðholurnar. Passaðu líka að verja kinnarnar vel, fáðu þér viðeigandi krem, drekktu vatn og hugsaðu um mataræðið.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.