Tónlistarkonan Gréta Salóme varð öllum kunn eftir Evróvisjón í fyrra þegar hún sigraði undankeppni Eurovision hér heima.
Færri vita að hún pælir lítið í stjörnumerkjum, lítur upp til foreldra sinna og lítur svo á að sambandið eigi alltaf að vera í fyrsta sæti.
Hún er mögulega með jarðbundnustu fiðluleikurum landsins en þessi hæfileikaríka kona gaf nýverið út sinn fyrsta disk.
HVER ER GRÉTA SALÓME?
Áttu auðvelt með að sofna á kvöldin eða hugsarðu of mikið? Ég á oft mjög erfitt með að sofna og hef verið þannig frá því ég var krakki. Mér hefur alltaf fundist ég vera að missa af einhverju þegar ég er sofandi og mamma mín hefur alltaf sagt að ég sofi með annað augað opið.
Hefurðu séð draug, álf eða geimveru? Nei ég hef bara rekist á fólk í föstu formi.
Þekkirðu óvenjulega marga einstaklinga í sama stjörnumerkinu og hvaða merki er það? Ekki svo ég viti til… ég hef aldrei pælt mikið í stjörnumerkjunum.
Í hvaða merki ert þú? Ég er sporðdreki.
Áttu uppáhalds hönnuð? Ég er hrifin af klassískjum og hreinum sniðum og finnst allt frá Dolce and Gabbana rosalega flott og einmitt gott dæmi um þetta klassíska og hreina.
Það er svo gaman að sjá drauminn sinn verða að veruleika og tónlist sem einu sinni var bara hugmynd i kollinum manns verða að áþreifanlegri vöru.
Flottasta fyrirmyndin? Ég á mér margar fyrirmyndir en ég held að foreldrar mínir verði alltaf mínar helstu fyrirmyndir.
Uppáhalds tímasóunin? Mér finnst ótrúlega gaman að eyða tíma í að gera heimilið mitt fallegt, það gefst bara einhvern veginn aldrei eins mikill timi í það og maður hefði viljað.
Hvað er næsta tilhlökkunarefnið í lífi þínu? Næsta tilhlökkunarefnið í lífi mínu núna eru jólin og allt brjálæðið sem þeim fylgir hjá mér. Aðventan hefur alltaf verið háannatími hjá mér og í ár bættust Frostrósir við þannig að það verður ennþá meira að gera í ár. Þetta eru lika fyrstu jólin sem ég og Elvar höldum á okkar eigin heimili þannig að ég hlakka mjög mikið til.
Hvaða 5 hluti tækirðu með út í geim? Ég tæki með mér fiðluna mína, iphoninn minn (ég er viss um að það er símasamband í geimnum), mynd af fjölskyldunni minni, tannbursta og Biblíuna mína.
Hvernig bíl langar þig í? Mig hefur alltaf langað í Wrangler Rubicon jeppa. Ég er ekki mikið fyrir sportbila og vil frekar jeppa.
Nefndu 5 uppáhalds bíómyndirnar þínar: V for Vendetta, The Grinch (það er ekkert betra en þessi mynd), Harry Potter (allar), Avatar og fallegasta mynd i heimi Up in the Air.
Hvaða mistök gera pör helst í samböndunum sínum? Ég held að helstu mistökin sem pör gera sé að hætta að setja sambandið í fyrsta sæti og gleyma einfaldlega að það þarf að bera virðingu fyrir sambandinu, ekki bara stundum heldur alltaf. Fallegustu samböndin eru þau þar sem gagnkvæm virðing ríkir.
Hvað er skemmtilegast við það sem þú ert að gera núna? Það er svo gaman að sjá drauminn sinn verða að veruleika og tónlist sem einu sinni var bara hugmynd i kollinum manns verða að áþreifanlegri vöru. Það er líka svakalega gaman að geta bæði verið að semja eigin tónlist og flytja hana og spila svo líka alls konar önnur verkefni á fiðluna. Það gerir það að verkum að verkefnin eru mjög fjölbreytt og dagarnir aldrei eins.
En erfiðast? Það er erfiðast að þurfa að segja nei við verkefnum. Mér finnst það aldrei gaman, en það eru víst bara svo og svo margar klukkustundir í sólarhringnum.
Hvaða kaffihúsi/veitingastað viltu mæla með? Ég vil mæla með Sushi Samba. Ég fór þanga í fyrsta skiptið um daginn og kolféll fyrir staðnum og maturinn var með því besta sem maður hefur fengið.
Hvaða starf myndirðu velja þér ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera núna? Ég hugsa að ég væri í lögfræði.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.