Gréta Morthens er þrátt fyrir ungan aldur búin að læra ýmislegt og óhætt er að segja að hún hafi ferðast lengra en flestir, einnig á andlegar slóðir.
Gréta er nýlega komin úr þriggja mánaða ævintýraferð til Asíu en hún hélt til Indlands til að læra að verða jógakennari:
„Þetta var ævintýraferð, þroskandi krefjandi og fyrst og fremst andlegt ferðalag. Draumurinn var alltaf að ferðast og því tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi, drífa sig út í heim og taka jógað í leiðinni,” segir Gréta sem stefnir fljótlega til Indlands aftur en fyrst þarf hún að fara til Indónesíu.
„Ég nýt þess að ferðast og er þakklát fyrir að hafa haft tækifæri til að heimsækja marga og ólíka staði i gegnum tíðina. Stefnan er svo tekin til Indónesíu núna í byrjun desember. Þar mun ég dvelja í óákveðin tíma, ætla að dýpka reynslu mína í jóga í einhverja mánuði og ferðast um landið. Svo er óákveðið hvert eða hvenær ég fer þaðan en það mun skýrast þegar að því kemur. Fiðrildinu í mér finnst frábært að ég geti haft þetta opið og leyft þessu að flæða bara. Lífið og tilveran er svo skemmtileg og mér finnst fátt skemmtilegra en að ferðast með sjálfri mér og kynnast ólíkum menningarheimum,” segir Gréta sem ætlar að starfa hjá Nova og sem aðstoðarkona Eddu Heiðrúnar þar til hún fer út .
En hvernig skyldu svona jógastelpur passa upp á útlitið? Við renndum á Grétu nokkrum bjútíspurningum…
HÚÐIN
Hvernig er hreinsirútínan þín? Vanalega aðeins volgur þvottapoki og tea tree olía með bómull þar sem ég set sjaldan á mig andlitsfarða almennt en ef ég er með andlisfarða nota ég hrein frá Sóley Organics til að hreinsa burtu.
Hefurðu fengið bólur og ef svo, hvernig dílarðu við þær? Ég fæ sjaldan bólur en þegar þær koma ræðst ég alltaf beint á mataræðið því þegar þær koma þá helst það í hendur við sykurát. Annars passa ég að þrífa andlitið fyrir svefnin með Tea tree olíu og set aldrei hyljara yfir þær eða andlitsfarða heldur leyfi þeim bara að koma og fara.
Hvernig húðgerð ertu með? Afskaplega venjulega og góða
Hvaða rakakrem notarðu? Ég nota ekki rakakrem daglega en ég er mjög hrifin af Moisture Surge thrist relief geli frá Clinique
Notarðu augnkrem? Nei, en ég set stundum kældar agúrkusneiðar á augnlokin ef ég tel mig þurfa þess.
MAKEUP
Hvaða meik notarðu? Ég nota ekki og á ekki meik en ég er hrifin af B.B. kreminu frá L’Oréal
Uppáhalds hyljarinn? Hyljarinn frá Clinique airbrush hefur reynst mér ágætlega.
Notarðu gerviaugnahár? Nei
Hefurðu fengið sýkingu af því að nota maskara frá öðrum? Nei það hefur ekki gerst,
Uppáhalds maskarinn þinn? Heyrðu það er þessi fíni guli sem ég fæ í hagkaup en ég nota í raun aldrei maskara nema ég sé með dökkan augnskugga.
Hvernig málarðu þig fyrir venjulegan dag og hvað ertu lengi að skella þessu á? Ég set stundum á mig þunna eyeliner línu og varalit fyrir venjulegan dag og geri það á nokkrum sekúndum. Við spari tækifæri set ég B.B krem, smá laust púður, kinnalit, þunna eyeliner línu og varalit og það getur tekið allt frá 5 mínútum og alveg upp í korter ef augnskuggi fær að vera með.
Ertu íhaldssöm þegar kemur að förðun eða alltaf til í að prófa eitthvað nýtt? Ætli ég sé ekki frekar íhaldsöm en ef ég geri mig til með fulla förðun er ég óhrædd við að prufa liti og mismunandi leiðir.
Ferðu ómáluð út úr húsi? Já, flesta daga.
HEILSA
Hvað gerirðu til að hugsa um heilsuna? Ég hugsa um mataræðið og passa uppá svefn venjur og geri yoga.
Ertu stálhraust? Það vil ég meina.
Stundaðirðu hópíþróttir sem barn? Nei, það gekk ekki upp fyrir mig að stunda hópíþróttir þegar ég var barn, ég átti það til að vilja ekki gefa boltan! En ég æfði dans vel og lengi.
Smoothie uppskrift? Ég er alltaf að leika mér með mismunandi smoothie og djúsa í morgunsárið
en þessi er uppáhalds núna:
Lúka af mango
Lúka af spínati og rukkola
Pressaður epladjús
Smá hörfræ
Frosin banani
Hvað finnst þér auðveldast að gera til að passa heilsuna? Borða hollt, mér finnst svo gott að borða góðan og hollan mat.
Hvað finnst þér erfiðast að gera til að hugsa um heilsuna? Mér finnst erfiðast að halda jafnvægi í hreyfingu og svefni. Ég á það til að vera nátthrafn og vera virk of seint á kvöldinn sem leiðir af sér að ég verð þreytt og löt næsta morgun.
TÍSKA
Átt þér einhverja fyrirmynd þegar kemur að tískunni? Í raun og veru ekki, áhugasvið mitt liggur ekki beint að tískunni, ég er svo yfirveguðgagnvart henni, spotta fólk sem eru töffarar útum allt og gríp það sem ég sé í umhverfi mínu.
Hvernig spottar þú ný trend? Á Instagram myndi ég segja, en ég fylgi þeim sjaldnast sjálf .
Ef þú gætir eignast hvaða flík sem er á eftir… hvaða flík væri það? Úff, ég myndi vilja tímalausan rússkins indjánajakka með kögri. Pabbi átti svona jakka þegar ég var barn og notaði óspart. Hann notar hann meira að segja enn.
Uppáhalds hönnuður? Ég fylgi ekki sérstaklega neinum hönnuði en ég er hrifin af Báru í Aftur fíla það að endurnýja eins og þau gera. Ég er almennt hrifin af íslensku senuni þegar kemur að hönnun.
Hælar eða flatbotna? Ég held ég verði að segja að ég nýt mín betur í flatbotna en það er alltaf gaman að fara í hælaskó en ég kýs helst að hafa þá alltaf lokaða.
og að lokum… 3 lífsgildi sem þú reynir að lifa eftir?
Ég reyni að dvelja í stað og stund hverju sinni frjáls og glöð og muna að ég get ekki breytt aðstæðum aðeins viðhorfum mínum gagnvart þeim.
Ég reyni að vera breytingin sem ég vil sjá í heiminum og ég má alltaf skipta um skoðun.
Gullna reglan mín er síðan að koma alltaf fram við náungan af kærleika, eða einsog þú vilt láta koma fram við þig.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.