Great Lash maskarinn frá Maybelline er einn sá besti sem ég hef komist í. Og ég er ekki ein um þessa skoðun því öll helstu pjattblöð heimsins eru á þessari sömu skoðun. Allavega ef maður ber saman verð og gæði.
Já. Eitt af því besta við þennan maskara er nefninlega verðið. Hann kostar núna 1.399 í Hagkaup sem er bara skrambi góður díll miðað við hvað þetta er fínt dót. Ég kaupi mér vanalega nokkra af því þeir seljast stundum upp.

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Er hænuhaus. Hef thing fyrir Marilyn Monroe og svona sitthvað fleira.
4 comments
Þessi maskari langbestur!!
Já, hann er meiriháttar góður m.v. verð – algjör klassíker. 😉
Einn lélegasti maskari sem ég hef notað. Smitar eins og enginn sé morgundagurinn. Sem er fúlt því ég hef bara heyrt af honum góðar sögur. En svona er lífið.
Sammála Þórunni 🙂
Lokað fyrir athugasemdir.