Grammy verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi og hver stórstjarnan á fætur annari var tilnend.
Stjörnurnar mættu á rauða dregilinn í sínu fínasta pússi en þó ekki of djarfar í klæðaburði því það var búið að setja reglur um klæðaburð kvöldsins – fatnaðurinn mátti ekki sýna of mikið!
Við Íslendingar áttum okkar fulltrúa á verðlaunahátíðinni en Björk hlaut verðlaun fyrir útgáfu ársins fyrir plötuna sína Biophilia. Plata Bjarkar var tilnenfd í nokkrum flokkum en hönnuðir plötunnar þeir Michael Amzalag og Mathias Augstyniak hlutu verðlaun fyrir hönnun sína fyrir umslagið.
Hljómsveitin Mumford & Sons hlaut stærstu verðlaun kvöldsins en hljómsveitin hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu með tónlist sinni og hafa lög hennar hljómað á öllum helstu ljósvakamiðlum landsins, hljómsveitin fékk verðlaun sem plata ársins en það eru aðalverðlaun kvöldsins.
Gotye hlaut verðlaun fyrir plötu ársins en lagið hans “Somebody That I Used To Know” ættu allir að kannast við.
Hljómsveitin Fun sem kom með slagarann “We Are Young” á síðasta ári hlaut verðlaun fyrir lag ársins og einnig sem bestu nýliðarnir.
Adele fékk að sjálfsögðu verðlaun en lag hennar “Set Fire To The Rain” veitti henni verðlaun sem besti sóló listamaðurinn. Gotye og Kimbra fengu verðlaun sem besta dúóið fyrir lagið “Somebody That I Used To Know”.
Kelly Clarkson hlaut síðan verðlaun fyrir bestu pop plötuna.
Flokkarnir sem lög og listamenn eru tilnefndir í eru nokkuð margir og hér getur þú skoðað alla flokkana og séð hverjir sigurvegarar kvöldsins í hverjum flokki fyrir sig voru, þú getur einnig séð myndbönd af flutningi stjarnanna á kvöldinu sjálfu.
Kjólarnir og glamúrinn sviku engan þetta kvöldið og frammistaða söngvara á stóra sviðinu var stórglæsileg og skemmti fólk sér konunglega á stærsta kvöldi tónlistariðnaðarins.
Sjáðu myndir af rauða dreglinum hér fyrir neðan.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig