Það eru alltaf fleiri og fleiri sem taka þá ávörðun að gerast grænmetisætur eða vegan, sérstaklega þau sem yngri eru. Oft lenda foreldrar, frænkur og frændur í vanda með að kokka eitthvað upp sem börnin eru til í að borða, sérstaklega í matarboðum þar sem eitthvað ketmeti er haft á borðum til hátíðabrigða. Þú þarft samt ekkert að vera örvæntingarfull frænka til að fíla þessa uppskrift. Hún er líka frábær fyrir fólk í tímaþröng, fólk sem er að spara peninga og fólk sem vill hugsa um heilsuna. Tala nú ekki um ef þú ert einbúi. Þessar ostadillur (queso þýðir ostur á spænsku) koma sterkar inn fyrir alla, konur og kalla. Þær eru bæði sjúklega einfaldar og ódýrar og svo er mjög gott að henda þeim í frysti og draga fram síðar.
Eldamennskan er ekki flóknari en svo að þú smellir innihaldsefnunum í skál, hrærir saman og setur svo inn i dillurar sem síðan eru hitaðar á pönnu. Getur ekki verið einfaldara.
Þetta þarftu:
- Eina dós af svörtum baunum
- Hálfa dós af maíisbaunum
- Hálfan rauðlauk
- Eitt hvítlauksrif
- 1/4 úr búnti af kóríander
- 2 bolla af rifnum cheddar osti – eða vegan osti
- poka af Taco kryddblöndu
- 10 tortillu lummur
Og eins og áður segir, blanda öllu saman, setja á helminginn af tortillu, bjóta hana svo saman í helming og hita á pönnu. Þetta finnst mér gott að bera fram með salati og kannski guacamole. Eins og sjá má á myndinni er ég samt ekki alveg vegan svo ég bætti feta og kotasælu við salatið.
Njótið!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.