Síðasta sumar eignaðist ég yndislega vinkonu frá Grænlandi sem heitir Avijaja. Hún er mamma Seqininnguaq Lynge Poulsen, stelpunnar með fjólubláa hárið á myndinni hér fyrir neðan og eins og dóttirin er Avijaja með nokkur inúíta tattú sem vöktu mikla athygli mína.
Flúrin hafa sína sérstöku merkingu
Öll inúítatattú hafa sína sérstöku merkingu og eru gerð eftir mjög hefðbundnum leiðum. Annaðhvort með nál og blekvættum tvinna eða penna sem er dýft í blek og svo er punktað með honum. Upprunalega voru það konur sem báru aðallega flúrin en á síðustu árum hafa æ fleiri grænlenskir karlar fengið sér þetta skraut til að heiðra menningu og uppruna Grænlendinga.
Hér má sjá nokkur af flúrunum hennar Avijaja en þessir þrír punktar eru til minningar um mömmu hennar, sem er látin, og tvo aðra ástvini. Á upphandleggjum er hún svo með tvö „amulet“ flúr sem tákna ákveðin tímabil í lífi hennar en litlu punktarnir á fingrunum eru til varnar illum öndum.
Avijaja sagði mér nokkrar skemmtilegar sögur um táknin á bak við flúrin. Ein þeirra er af því hvernig grænlenskar konur fá sér margar skrautleg tattú, hringinn í kring um bæði lærin, til að börnin þeirra sjái eitthvað fallegt um leið og þau koma í heiminn!
Frá Síberíu til Kanada til Grænlands
Þessa fallegu og sérstöku hefð Grænlendinganna má upprunalega rekja til Síberíu. Þaðan barst hún í gegn um norður Kanada yfir til Grænlands. Grænlendingar hafa eins og allir vita verið dönsk nýlenda í næstum 300 ár og nýlenduherrarnir lögðu áður mikla áherslu á að Grænlendingar yrðu eins og Danir. Sem betur fer hefur dregið stórlega úr þessu enda mikil stemmning meðal Grænlendinga að fá að halda í sinn eigin uppruna og ædentití.
…ef þú ert Dani þá þarftu bara að snúa við í dyrunum og leita annað
600 grænlenskar stelpur
Segja má að síðustu árin hafi gengið hálfgert tatttú æði yfir grænlenskar stelpur. Á stuttum tíma eru um 600 dömur í Nuuk og nærsveitum búnar að fá sér flúr sem hafa sérstaka menningarlega og tilfinningalega merkingu fyrir þær. Paninnguaq Lind Jensen, sú sem sér um að flúra mannskapinn er strikt á því að Danir hafi engan aðgang að þessu, – svo ef þú ert Dani þá þarftu bara að snúa við í dyrunum og leita annað. Grjóthart.
Flúrin á handabaki Natösju Petersen tákna móður hafsins. Þjóðsagan segir að gyðjunni hafi verið fleygt um borð af bát af föður sínum. Þá varð hún verndari og móðir dýranna í hafinu. Natasja fékk sér þetta flúr þar sem hún er mikill náttúru og dýraverndunarsinni og flúrin minna hana á.
Grein þessi er þýdd af vef danska sjónvarpsins þar sem þú getur skoðað fleiri myndir. Allar myndirnar nema myndirnar af Aviaja og gömlu konunum eru teknar af Christian Sølbeck.
PS: Ef þú hefur áhuga á starfi Vestnorræna ráðsins sem vinnur með að efla tengsl milli Grænlands, Íslands og Færeyja, kíktu þá HÉR
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.