Þegar hungrið sverfur að á milli mála er besta ráðið að skella í góðan heilsudrykk. Þannig nærir maður líkama og sál af dásamlega hollu góðgæti, slær á sykurþörfina á skjótan máta og mettar magann um leið.
Hér gef ég uppskrift að einum slíkum sem er í uppáhaldi á heimilinu um þessar mundir. Drykkurinn er svo saðsamur að hann gæti jafnvel komið í stað máltíðar. Stútfullur af vítamínum, kalki, járni, sojaprótíni og hollri fitu gefur drykkurinn líka frábært start inn í nýjan dag og er því fínasti morgunverður.
Uppskriftin er fyrir tvo drykki.
- 2 dl sojamjólk
- 1 banani
- 2 handfylli spínat eða annað grænt salat
- 15-20 heilar möndlur
- ½ kiwi, (hýðið flysjað af)
- 1-2 dl klakar
Allt sett í góðan blandara og þeytt vel saman þar til drykkurinn verður mjúkur og fínn.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.