Útilegur eru þjóðarsport Íslendinga á sumrin. Það þarf víst ýmsu að pakka og hvað sem gerist, ekki gleyma snjallsímanum, hleðslutæki og heyrnartólum heima!
Öll betri tjaldstæði eru komin með innstungu svo þú getur hlaðið símann næstum hvar sem er og sum, hef ég heyrt, státa meira að segja af þráðlausu neti. Geggjað!
Hér eru svo nokkur gagnleg forrit í símann:
Vasaljós
Við erum reyndar blessuð með birtu allan sólarhringinn í flestum íslenskum tjaldútilegum en samt… Það getur orðið ansi dimmt þegar fer að líða fram í ágúst og svo hefurðu alltaf not fyrir vasaljós t.d. til að lýsa ofan í tösku eða bara þegar einfaldlega vantar betri lýsingu. Innbyggt vasaljósaforrit fylgir mörgum símum en annars er fullt af möguleikum í Market eða App store, leitaðu að ‘Flash light’.
Diskó vasaljós
Einfalt vasaljós er ekki nógu töff fyrir suma. Hvernig væri að fá sér diskó vasaljós sem lýsir í mörgum litum og blikkar fyrir tónleikana, brekkusönginn eða partýið í fortjaldinu? Eitt flott svona app fyrir Android er Color Flashlight en það getur líka sent frá sér neyðarljós ef þú lendir í ógöngum.
Zippo kveikjari
Engir útitónleikar eru fullkomnir án þessa apps! Ég held ég þurfi ekki að segja meira…
Diskókúla og strobe
Disco Ball Free fyrir Android breytir skjánum á símanum þínum í svaka fína diskókúlu! Frábært í fortjaldið! Disco Light er flott app lýsir og blikkar eftir því hvernig þú hristir símann (og mjaðmirnar!) og dansar því með þér. Disco Light er líka með strobe möguleika, diskó ljós og getur sent morse kóða.
Spegill
Ég vildi óska að ég hefði fattað þetta síðast þegar ég vaknaði í heitu tjaldi með þvottabjarnaraugu og úfið hár: Teygja sig í símann og nota hann sem spegil! Ná aðeins að snyrta sig til og hemja hárið áður en þú ferð út og hittir sambýlingana á tjaldstæðinu. Þú einfaldar slekkur á skjánum og sérð þá dökka spegilmynd af sjálfri þér. Þetta er ekkert fullkomið en betra en ekki neitt. Ef þú átt síma með myndavél að aftan og framan þá ertu enn betur sett!
Svo myndi ég líka mæla með lopapeysu, tjaldstól og Tuborg og þá ertu tilbúin!
[youtube width=”640″ height=”390″]http://www.youtube.com/watch?v=GeX8wdt2ec8[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.