Miðað við allar þær gáfuðu, atorkusömu og töff konur sem hafa verið og eru uppi er ótrúlegt til þess að hugsa að fyrirmyndir ungra kvenna í dag séu oftast eitthvað í þessum dúr:
Fyrirmyndirnar eru kynþokkafullar og hálfnaktar, ef þá ekki allsnaktar konur. Þær eru konur sem gera út á útlit sitt og eru margar hverjar frægar fyrir það eitt, þó þær vinni flestar ekki fyrir sér sem módel.
Þær eru konur sem hafa ekki skoðanir og brosa bara og veifa…og eru sætar á meðan. Persónuleiki þessara kvenna er sjaldan eða aldrei settur í forgrunn, hann skiptir einfaldlega ekki máli, nema þær séu það vitlausar að hægt sé að hlæja að því.
Ég vil meina að í flestum tilvikum sé mun meira spunnið í þessar konur en bara það sem sett er í sviðsljósið og ef orku þeirra og heilasellum væri beint að öðrum sviðum en því einu að vera kynþokkafullar og aðlaðandi þá væru þær líklega flestar að gera eitthvað meira uppbyggjandi en að velta fyrir sér hvort túnfiskur (tuna) sé kjúklingur eða fiskur, að sitja fyrir í litlum eða engum fötum eða að ganga í örstutt hjónabönd.
Þetta er þær konur sem ungt fólk í dag hefur sem fyrirmyndir um kvenleika. Ungt fólk sem ætti að læra að konur eru sterkar, sjálfstæðar og fallegar, lærir að konur séu hljóðar, undirgefnar en þó fyrst og fremst, alltaf til í tuskið.
Góðar fyrirmyndir eru kannski ekki á hverju strái í dag, ekki af því að þær eru ekki til heldur af því að þeim er ekki gert eins hátt undir höfði og öllum fáklæddu prinsessunum frá Hollywood.
Hér er listi af nokkrum af þeim konum sem færa mér innblástur, ekkert endilega af því að ég deili í öllum tilvikum sömu skoðunum og draumum og þær, heldur af því að þær eru konur sem létu drauma sína verða að veruleika í karllægum heimi.
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.