Það er ljóst að karlmenn hugsa ekki síður um tísku og að líta vel út en konur. Enda finnst mörgum konum fátt eins heillandi og vel snyrtur karlmaður með smekklegan fatastíl.
Ef þú ert hinsvegar einn af þeim sem snýst í hringi og veist ekkert hvað fer saman er hægt að leita til fagmanna og jafnvel biðja starfsmann í fataverslun um aðstoð við fataval. Snyrtivörur eru ekki síður fyrir strákana og góður andlitskrúbbur til að hafa í sturtunni og hreinsa óhreinindinn af einu sinni til tvisvar í viku er nauðsynlegur. Það sama gildir fyrir andlitssápuna sem notast við daglegan þvott. Dagkrem er einnig “algert möst” á andlitið því það bæði gefur húðinni heilbrigðari blæ og nærir húðina og dregur úr hrukkum.
Ég get vel mælt með herrasnyrtivörum frá Nickel, Clinique og Shiseido fyrir herrana en sérfræðingar í snyrtivöruverslunum geta alltaf hjálpað strákunum að finna það rétta. Bara enga feimni!
Kíktu á þetta litríka myndband en þar sést meðal annars bloggarinn heimsfrægi Yvan Rodic sýnir fatastíl karla og kvenna.
[vimeo]http://vimeo.com/19532233[/vimeo]Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.