Flula Borg heitir nýjasta uppáhaldið mitt á internetinu en hann er þýskur grínari og tónlistarmaður sem gerir tvennskonar myndbönd og setur á Youtube.
Annarsvegar liggur hann uppi í rúminu sínu eða í bílnum, oftast um klukkan sex eða sjö á morgnanna, og lætur fara í taugarnar á sér þegar fólk talar líkingarmál eða er ekki alveg bókstaflegt. Smá asberger týpa. Gott dæmi er t.d. “Lolers are Liars” sem má sjá hér.
[youtube width=”625″ height=”425″]http://www.youtube.com/watch?v=9_qwOynpOec[/youtube]
Nú eða Jennifer the party pooper…
[youtube width=”625″ height=”425″]http://www.youtube.com/watch?v=gjwofYhUJEM[/youtube]
Hinsvegar er Flula með konsept sem hann kallar Auto Tunes en þar stekkur hann upp í bíla hjá fólki, eða keyrir sjálfur, og gerir ‘cover’ útgáfur af þekktum lögum þá ýmist með þeim sem hann er að rúnta með eða bara einn. 🙂
[youtube width=”625″ height=”425″]http://www.youtube.com/watch?v=EGCNceNztMI[/youtube]
Flula skemmtilegi! Hann verður örugglega heimsfrægur á næstu mánuðum ef hann heldur sínu striki. Algjör snillingur.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.