Þetta hefur verið gert áður en er alltaf jafn fyndið. Ástralski grínistinn, Celeste Barber, fór af stað með verkefni á síðasta ári sem sló heldur betur í gegn. Hún tók upp á því að spegla stjörnur í stórfurðulegum stellingum.
“Fólk er svo heltekið af stjörnum og stjörnur virðast vera með þráhyggju fyrir að leika hversdagslegt fólk … Ég hugsaði, einmitt, ef þetta er það sem allir gera – ég tek áskoruninni.”
Hún notar hastaggið #celestechallengeaccepted, sem er yfirskrift yfir þessa háðsádeilu á menningu stjarnanna sem við getum í raun ekki flúið þó við reynum.
Barber virðist verða fyndnari með hverri myndinni sem hún tekur fyrir, hún hefur meðal annars búið til flokka eins og “baðherbergis myndir”.
Takk Celeste fyrir þetta grín. Hér eru nokkrar góðar úr safni hennar:
Þessi mynd er í algjöru uppáhaldi hjá mér.
Meira skemmtilegt frá Celeste er hægt að sjá á FB síðu hennar og svo auðvitað Instagram.
(Frétt fyrst birt á indy100.independent.co.uk)
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.