GOTT GRÍN: Skrýtnar og skondnar brúðkaupsmyndir

GOTT GRÍN: Skrýtnar og skondnar brúðkaupsmyndir

w9

Brúðkaup eru mörgum konum mikið kappsmál, sumar okkar eru meira að segja löngu búnar að plana stóra daginn í huganum – og eiga leynimöppu heima (undirrituð þar með talin).

Þegar brúðkaupsdagurinn er festur á filmu er margt sem þarf að huga að – útlitið þarf að vera óaðfinnanlegt, birtan rétt, makinn þarf að vera með augun opin, börnin ekki grátandi og svo framvegis. Það er mikið í húfi enda eru brúðkaupsmyndirnar upp á vegg að eilífu (nema náttúrulega ef skilnaður á sér stað).

w2
Á vængjum ástarinnar

Hér á landi hefur ekki mikið verið notast við forritið Photoshop til að breyta brúðkaupsmyndum en það virðist þó vera nokkuð vinsælt erlendis.

Fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilega skrýtnar brúðkaupsmyndir. Mín uppáhalds er þar sem maðurinn er smækkaður og rígheldur í brúðarskóna hjá frúnni – brillíant!

Af hverju að fara þessa leið í brúðkaupsmyndatökunni?

Ég spyr á móti: Af hverju ekki?

w5
Með glæsikerru inn í stofu. Til hamingju með hvort annað (og bílinn)
w6
Sjúkur í skóna
w10
Fjölfölduð ást
w18
Skálað í sjálfum sér
w20
Haltu mér slepptu mér – leyfðu mér að svífa
w24
Í blóma lífsins

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest