Þetta stórkostlega myndasafn er samantekt af rússneskum samskiptamiðlum þar sem ástfangið fólk sýnir einstaka viðleitni til að tjá rómantískar tilfinningar sínar.
Sumum gengur þetta samt ekki alveg nógu vel. Það verður að viðurkennast að þetta er ekki alltaf neitt sérlega smekklegt en eigum við ekki að tala viljann fyrir verkið? Eða hvað?
Hún er til dæmis einstaklega rómó þessi kona sem er búin að raða kertum á klósettið, með bleytu á erminni og sígarettur við hliðina á klósettpappírnum.
Nú eða þessi vinkona sem hefur komið sér æðislega vel fyrir í baðinu. Búin að leggja tréplötu yfir baðkarið og svo er hún með freyðivín, kerti og læti. Rólegt og rómantískt bara.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.