Það er óhætt að segja að „duckface“-pósan (þegar fólk setur stút á munninn og tekur sjálfsmynd) hefur verið nokkuð áberandi á samskiptamiðlum eins og Facebook og Instagram.
En haldið ykkur fast kæru lesendur – það eru fleiri fuglar á sveimi!
Það er óþarfi að vera alltaf með sama stílinn þegar kemur að sjálfsmyndum því hægt er að krydda upp á myndirnar með svipbrigðum ansi margra fuglategunda.










Núna er bara að girða sig í brók og hefjast handa við að fugla-pósa.
Endilega „taggaðu“ mynd af þér sem einhver af þessum fuglum og settu #pjattrofurnar við myndina.
Skemmtið ykkur vel kæru fuglar og njótið helgarinnar!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig