Í fyrradag birti ég myndir sem ástfangið fólk lét taka af sér einhverntíma þegar ástarvíman var hreinlega á vafasömum suðupunkti.
Þetta myndasafn er nú ekki síðra. Pabbar, agalega stoltir, skella sér til ljósmyndara til að mynda á táknrænan hátt þá ást sem þeir bera í brjósti til afkvæma sinna.
Hvað ræður því að menn taka þá ákvörðun að mynda eins árs krakka með hrúgu af sílikonpúðum eða að halda á krakkanum í annari, og dauðum fisk eða vélsög í hinni, kann ég enga almenninlega skýringu á. Sem betur fer. Þá væri ég jafn rugluð og þessir menn hérna, – eða mjög fær geðlæknir.
Þetta safn er annars mjög gott. Það gerir okkur þakklátar fyrir eigin feður.
Hversu gallaðir sem þessir gormar kunna að vera eru góðar líkur á að lesendur Pjattsins ‘fegri’ fæstar eigið heimili með svo tjáningarfullri ljósmynd um “föðurástina” uppi á stofuvegg.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.