Gamla tuggan morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins verður aldrei dregin í efa. Þegar einhver spyr mig hver sé minn uppáhalds matur svara ég hiklaust; “morgunmatur”. En ásamt honum trónir líka breakfastlunch – brunch á toppnum.
En hvað um það. Hér er skemmtileg persónuleikagreining eftir því hvað við fáum okkur í morgunmat.
Amelia Diamond á heiðurinn af greiningunni sen hún skrifaði fyrir manrepeller.com.
1. The Green Juicer
Það er mögulegt að þú elskir ekkert heitar en ískalt glas af fersku grasi á morgnana. Hins vegar, ef þú neytir drykkjarins á mánudagsmorgnum, eru góðar líkur á að þú sért að bæta upp fyrir syndir helgarinnar. Fyrirgefðu mér fyrir tekílaskotið, fyrir 03:00 pizzuna …
2. John Stamos
Þú ert framkvæmdamanneskja og dagurinn byrjar ekki fyrr en þú ert búin að fá gríska jógúrtið þitt. Þó það sé óljóst (jafnvel þér) hvort þér þykir bragðið gott eða þú sért bara fórnarlamb góðrar markaðssetningar. Að vera “John Stamos” týpa er sjaldan bara tímabil, engu að síður: fáir geta haldið út sex mánuði af einungis grísku jógúrti í morgunmat. Það eru takmörk!! Fáðu þér hafragraut til að breyta til endrum og eins.
3. The Yoga Bowler
Ah, hinn hugrakki Yoga Bowler. Eins og downward dog í lotus frosk þá lítur açai skálin þín alltaf út fyrir að hafa verið útbúin fyrirhafnarlaust. Við skulum ekki gleyma að chia fræin ásamt Piatya yang gætu ýtt undir trévöxt í maganum á þér. Þú eltir Kayla á Instagram ekki út af æfingunum hennar heldur út af hvetjandi frosnu ávaxtaskálunum, þrátt fyrir að tennurnar á þér hafi þróað með sér magavöðva af ískuli eftir hvern bita úr slíkri skál.
4. The Smoothie Sister
Morgunhani! Smoothie systirin gefur sér tíma á morgnana til að útbúa smoothie. Hann lítur út fyrir að vera settur saman af mikilli natni – en þú virkilega bara hentir fullt af einhverju dóti í blandarann, ýttir á hnapp og vonaðir það besta, ekki satt? Hins vegar gefur smoothie til kynna að þú farir í matvöruverslanir með stuttu millibili, þegar við hin vonum að meðleigjandi okkar “The Green Juicer” hafi skilið kalda pizza sneið eftir inn í ísskáp eftir laugardagsævintýrið.
5. The College Kid
Talandi um kalda pi …
Þú vaknar glorhungruð og veist að það er mun skynsamlegra að borða eitthvað heldur en ekkert, en þú ert neytandi – ekki planari, og þú ert sein – þannig að ef það er eitthvað sem þú getur gripið með þér með einni hendi meðan hin leitar eftir símanum sem þú ert nú þegar í, þá borðar þú það. Hins vegar, ef það felur í sér ristavél, nýmjólk eða einu færri snooze-i, þá velurðu frekar að vera svöng.
6. The New Yorker
The New Yorker er ekkert sérstaklega mikið fyrir morgunmat og heldur ekkert sérstaklega mannblendin. En stór bolli af svörtu kaffi gerir samskipti á morgnana aðeins auðveldari. Bónusstig fær kaffið líka fyrir að koma meltingunni af stað.
7. Peter Pan
Peter Pans trúa að morgunmatur, rétt eins og aldur, sé meira samfélagslegur þrýstingur til að láta þann fullorðna sigra og halda þér niðri.
Morgunkornsreglur. Þú er loksins nógu gömul til að geta borðað skál af sykurpúðum án þess að mamma þín segi þér hvað þú átt að gera.
8. The Boardroom Snacker
The Boardroom Snacker gleymir morgunmat þangað til A) einhver á afmæli, og þú manst að þú elskar kleinuhringi. B) yfirmaður þinn er í góðu skapi og kemur öllum á óvart með beyglum. C) það er ósnert múffa inn á kaffistofu, enginn er að horfa, og þú hefur tvær mínútur til að drepa.
9. The Full Monty
The Full Monty er lágstemmd á virkum dögum. Frá mánudegi til föstudags er hennar sanna eðli falið á bak við granolastykki. Á laugardagsmorgni , seturðu upp kórónuna og ferð í skykkjuna: tvö egg, pylsa, steiktar kartöflur, ristað brauð og oh, Bloody Mary. Í kjölfarið kemur ís-latte og eitthvað sætt með. Vafflan sem vinkona þín pantaði svo þú gætir nartað í (eða borðað helming af) telst ekki með.
Hvað segir þetta um þig? Þú ert þunn. Halló.
10 The Sammy
Beikon, egg og ostur. Morgunverðarsamlokan er þynnkumeðalið fyrir þá daga sem þú ert fimm mínútum of sein í vinnuna. Ráð frá fagmanni: Ekki reyna að panta þessa samloku í bakaríi. Undirrituð Breakfast Sammy þurfti að læra það “the hard way”.
11. The Corner Store
The Corner Store biður ekki um meira en beyglu og smyrju. Það er snöggt, ljúffengt og mikilvægast af öllu ódýrt! Morgunmatur ætti aldrei að kosta meira en strætómiðinn þinn. Þú ert þessi týpa sem skammast sín ekki fyrir að borða glútein og rjómaost. Og þó þú hafir aldrei sagt það upphátt, þá hlakkar í þér í laumi við tilhugsunina um að þú hafir uppgvötað beyglur áður en þær fóru í tísku.
12. The Rebel
The Rebel borðar morgunmat en hann þarf að vera pönk-rokk. Túnfisksamloka? Klassískt. Burrito? Ég mana þig. Afgangur af pasta? Anarkismi eins og hann gerist bestur. Allt er leyfilegt vegna þess að þér er skítsama og hlærð upp í opið geðið á því hefðbundna. En þú þarft samt kaffi með hamborgaranum og frönskunum; þetta er nú einu sinni morgunmatur – þú ert ekki kexrugluð.
Lestu einnig: Ótrúlega einföld útfærsla af grænum detox-drykk
23 merki þess að þú sért morgunmanneskja – A týpa og
Kaldur mangó- og hindberja hafragrautur að hætti Rikku – Algjört nammi!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.