Ég hef ögn brenglaðan húmor á köflum, það er bara þannig, ekkert við því að gera, – og þú eflaust líka ef þú hlærð að þessu.
Sem betur fer erum við með brenglaða húmorinn ekki ein á báti… Svíinn Johannes Nyholm gerði þessa hrikalega skemmtilegu stuttmynd með dóttur sína í aðalhlutverki þar sem hún “leikur” áfengismarineraða miðaldra konu í góðum fílíng á Las Palmas, Kanarí. En svona til að leiðrétta allann misskilning þá er barnið ekki fullt, virkar bara þannig.
Myndin í fullri lengd er aðgengileg á netinu fyrir um 200 kr en hún hefur þegar unnið til margra stuttmyndaverðlauna víða um heim. Þetta er svokölluð snilld.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=cds7lSHawAw[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.