Ég rekst ekki oft á eitthvað sem fær mig til að skellihlægja og það upp úr svefni líka en þetta gerðist nú um daginn þegar vinur minn benti mér á Facebook síðu Denver Raftækja í Síðumúla 38.
Það fyrsta sem maður tekur eftir er hreint herfileg stafsetning. Ég þekki nú nokkra lesblinda einstaklinga og hef oft séð skemmtilegar villur í skrifum þeirra en strákarnir hjá Denver eru eitthvað mikið meira en lesblindir.
Illa stafsettir statusarnir hjá þeim snúast mest um að gefa allskonar hluti, t.d. DVD tæki og fleira ‘sniðugt’ en svo eru þeir líka mjög opnir og einlægir og gefa óvenjulega mikið uppi um einkalíf starfsmanna. Það er alltaf nóg að gerast hjá Denver Raftækjum og hreinlega óborganlegt að fylgjast með hvað þeir setja inn og svo athugasemdirnar sem fylgja á eftir.
Ef þú lesandi góður ert með sama (kannski undarlega) húmor og undirrituð þá skaltu gera like á síðuna þeirra. Þetta er alveg drep… Fyrst veltirðu því fyrir þér hvað sé í gangi hjá þeim, svo hvort þetta geti í alvöru verið satt og síðan kemstu að því sanna 😉
Hér eru dæmi um statusa:
UM HEYRNARTÆKIÐ
FYRIR LANDSLEIKINN
UM LÍMBYSSUNA
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.