Ég fjallaði fyrir stuttu um vor/sumar línu Dolce & Gabbana sem einkenndist af hvítum, svörtum og hlébarðamynstri.
Vor/sumar lína Givenchy 2011 er svipuð. Svartur, hvítur og hlébarðamynstur er mjööög áberandi en Givenchy línan er mun rokkaðari og jafnvel útí goth meðan Dolce & Gabbana var frekar rómantísk.
Allar kvenfyrirsætur báru fallegann dökkrauðan varalit sem verður mjög heitur næsta sumar.
Mjög flott lína!
Eina sem ég er ekki að fýla eru þessar gasgrímur sem karlfyrirsæturnar bera. Ekki alveg að gera sig!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.