Eins og Eva skrifaði hér um daginn hef ég löngu gert mér ljóst að ef lúkkið á að vera í lagi, þá þarf að vanda valið á hárvörum.
Það dugar ekki að kaupa bara eitthvað ódýrt dót í Bónus, þú verður að velja það sem er vandað og hentar hárinu þínu vel því hárið er algjört lykilatriði þegar kemur að góðu útliti.
Hárvörur eru alveg eins og krem og aðrar snyrtivörur, sumt er fjöldaframleitt og fullt af vafasömum aukaefnum. Annað er af betri gæðum og kostar ögn meira.
Eleven Australia hárvörurnar hafa slegið rækilega í gegn frá því þær komu á markað hér á landi.
Við bloggarar höfum meira eða minna allar skrifað eitthvað gott um þessar vörur enda ekkert nema gott um þær að segja. Reyndar hafa bæði Marin Manda og Eva sagt við mig að þetta séu með bestu hárvörum sem þær hafa prófað og sjálf er ég ansi hrifin.
Krem fyrir hárið alveg eins og húðina
Miracle Hair hárkremið frá Eleven Australia er til dæmis algjör snilld.
Eins og ég skrifaði áðan, hárið og húðin eru eiginlega það sama og alveg eins og húðin þarf af og til sína djúpnæringu og raka þá þarf hárið það sama til að halda teygjanleika sínum, ferskleika og fegurð.
Miracle Hair Treatment er beisikklí bara krem fyrir hárið þitt en kostirnir við það eru að hárið kleprast ekki, þyngist ekki og verður ekkert klessulegt eins og stundum vill vera með hárkrem.
Þú pumpar bara aðeins og berð í rakt hár. Getur blásið það á eftir eða látið þorna í hárinu og hárið verður mjög fallegt, þétt og glansandi á eftir.
Fíngerða hárið dafnar
Nú er ég með ótrúlega fíngert hár. Ég get til dæmis ekki haft það sítt af því það er bara ekki nógu burðugt til þess. Lyppast allt niður og kollurinn verður flatur. Pirrandi. Með þessu kremi fær hárið mitt fyllingu og verður einhvernveginn þykkara.
Aðferðin er þessi:
1. Ég þríf hárið með góðu sjampó og næringu.
2. Ber Miracle Hair Treatment í hárið og læt það næstum því þorna alveg.
3. Blæs yfir það og lyfti því að lokum með því að úða smá þurrsjampó í rótina. Ef eitthvað mikið stendur til þá túbera ég það stundum (og hlusta á pump up the volume á meðan).
Útkoman verður heilbrigt, náttúrulegt og fallegt hár með góðum glans!
Ég mæli alveg hiklaust með þessum fínu vörum og þá sérstaklega með Miracle Hair Treatment og tek þannig undir með Marin Möndu og Evu.
Þú Eleven Australia á völdum hárgreiðslustofum en listann er að finna hér á Facebook síðu Reykjavík Warehouse sem flytur vörurnar inn.
Smelltu hér til að lesa meira um túberingar.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.