Margir sem leigja litlar íbúðir/stúdíóíbúðir lenda oftar en ekki í veseni með útlit, plássleysi og fleira. Á netinu er hægt að finna margar skemmtilegar hugmyndir til þess að gera íbúðina sína heimilislega og kósý með nokkrum auðveldum trixum.
Veljið vel og látið allt fara sem ekki er hægt að nota: Hægt er að gera litlar íbúðir flottar með því að láta þær ekki líta út fyrir að vera litlar og aðþrengdar. Besta ráðið til að gera þetta er að vera viss um að koma einungis inn með það nauðsynlegasta og geyma það sem má missa sín. Ekki sleppa fegurð og skreytingum en byrjið á því sem “verður” að vera til staðar.
Geymslupláss: Það er alltaf mikilvægt að eiga gott geymslupláss og sérstaklega þegar maður býr í stúdíóíbúð. Gott er að hafa það einhverstaðar afsíðist til að geyma það sem þú vilt eiga en kemst ekki fyrir í íbúðinni.
Að halda sig við eitt þema: Lítil pláss virka fallegri þegar eitt þema gengur í gegnum alla íbúðina. Hafðu það einfalt og ekki missa þig í mismunandi hönnun fyrir hvert rými. Þetta mun líka auðvelda málið helling þegar farið er að velja húsgögn.
Lýsing og aðskilin rými: Flottast er að reyna að aðskilja rýmin eins og mögulegt, t.d. með skilrúmum, hillum og öðru. Það er vel hægt að velja sér skilrúm eftir smekk hvort sem maður vill sérstakt efni, viðarskilrúm, tjöld eða gler. Að velja rétta lýsingu er mikilvægt til að draga fram það besta við íbúðina og húsgögnin sem er þar eru.
Veljið réttu húsgögnin: Best er að velja húsgögn sem geta verið notuð á marga vegu. T.d. fallegur svefnsófi sem er hægt að taka út sem rúm, sjónvarpsskenk með áföstum bókahillum, stækkanlegt eldhúsborð og margt fleira.
Það er ekki einfaldasta verkefni í heimi að gera fallegt heimili úr lítilli stúdíóíbúð þar sem ákvarðanir og skipulagning krefjast þolinmæði, ímyndunarafls og þrautsegju. Með þessum ráðum er vel hægt að auðvelda sér málið og hafa virkilega gaman að þessu!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com