Hann Nonni vinur okkar á Ginger er alveg að standa sig þessa dagana en hann gaf Rauða Krossi Íslands 100.000 kr sem höfðu safnast til jarðskjálftasvæðanna í Japan.
Hann valdi Japan af því þeir þurfa á þessu að halda núna enda er óravegur þar til fólk kemur til með að ná sér eftir skjálftann sem lagði gersamlega allt í rúst og jafnaði heilu borgirnar við jörðu.
Auk þess að láta þessa peninga af hendi rakna til styrktar Rauða Krossinum stendur til að styrkja Blátt Áfram í lok sumars. Það kemur þannig til að 100 krónur af hverri seldri valhnetu og avókadó vefju renna til einhverra góðgjörðar eða mannúðarsamtaka og í ár varð Blátt Áfram fyrir valinu. Svo þú getur treyst því, þegar þú kaupir slíka vefju, að 100 kall fari í góð málefni.
Sniðugt hjá Nonna og auðvitað ættu fleiri fyrirtæki að taka sér þetta til fyrirmyndar því það gaman að láta gott af sér leiða á sama tíma og verslað er.
Eftir jarðskjálftann á Haiti var ég einmitt stödd í Bandaríkjunum og það var varla sú verslun sem ekki var með bauk á borðinu eða gaf fólki kost á að gefa smá hluta af upphæðinni sem verslað var fyrir til styrktar þeim sem urðu illa úti í skjálftanum.
Besta mál.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.