Ég er farin að fara mjög oft í Kolaportið og ég hef áttað mig meira og meira á því hversu mikið af fallegum hlutum leynast þar. Eins manns rusl er annars manns gersemi, ekki satt?
Gallastuttbuxur gerðar úr gömlum Levi’s (eða öðrum merkjum, Levi’s vinsælast þó) eru að tröllríða öllu núna. Allar stjörnurnar ganga í þeim og ef þú ferð í miðbæ Reykjavíkur sérðu margar megaskvísur í gömlum Levi’s.
Svona buxur fást í ýmsum búðum t.d. Spútik og fleiri búðum og kosta um 4-5000 kr. sem reyndar er mjög gott verð! Eeeeeen.. ég fór í Kolaportið og keypti einhverjar eldgamlar Levi’s buxur á 1000, bara klippti skálmarnar af og VOILA !
Þær eru alveg jafn flottar og þessar í Spútnik nema miklu ódýrari! Elska þessar stuttbuxur og er nánast búin að búa í þeim síðan ég fékk þær.
Það tekur þó þolinmæði ef maður vill finna eitthvað flott í Kolaportinu en það er vel þess virði! Og allavega 3 af 10 uppáhaldsflíkunum mínum eru flíkur sem ég fann á klink í Kolaportinu. T.d fallegt sígílt svart Maxi pils sem ég fékk á 250 kr. !
Verum sparsöm og smart! 🙂 Það er auðvelt!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.