Í gærkvöldi héldum við Pjattrófur í samvinnu við Nudemagazine og Grand Marnier æðislega vel heppnaða veislu á veitingastaðnum Loftinu við Austurstræti 9.
Tilefnið var mjög einfalt, sólin hækkar á lofti með degi hverjum, Góan gengur í garð á sunnudaginn og daginn er alltaf að lengja sem segir okkur að það er ekki langt í blessað vorið.
Við buðum allskonar skemmtilegu fólki að taka þátt í Góugleðinni með okkur og gáfum öllum tvo dýrðlega kokteila sem við munum gefa lesendum PJATT.is uppskriftir að síðar… Jón Víðis töframaður kom einnig og sló í gegn meðan Natalie plötusnúður spilaði franska eðaltóna í bland við góðan jazz.
Sigurjón Ragnar ljósmyndari tók myndir á staðnum og við höfum merkt þá sem við þekkjum en ef þú kannast við þig máttu til með að fara í albúmið á FACEBOOK SÍÐU PJATTRÓFANNA og ‘tagga’ þig og þína.
Gleðilega hækkandi sól! 🙂
__________________________________________________________________

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.