Mér finnst alltaf rosalega fallegt þegar húðin á konum glansar smávegis af því það sýnir heilbrigði og hraustleika. Þá er ég ekki að meina að konur séu með brjálæðislega glampandi húð þannig að það virðist vera að þær séu fitugar í framan, ónei. Ég er að tala um að það komi smá svona “highlight” og að húðin geisli smá. Þetta er búið að vera aðalmálið í Hollywood undanfarið. Þið sjáið það bara með því að skoða myndir.
Þessvegna langar mig að benda á krem frá MAC sem heitir Strobe cream en það hefur alveg ótrúlega fallega skelja-shimmer áferð. Þannig að þú getur beisiklí skellt kreminu á kinnbein, enni og höku til að fá smá auka highlight, eða hreinlega sett það í allt andlitið. Það kemur virkilega fallegur gljái á húðina og kinnbeinin fá athygli. Húðin geislar og þú virðist vera rosalega hraustleg og hress. Það er líka smá raki í þessu kremi og það hentar öllum.
Frábært krem sem ég mæli algjörlega með að allir eignist.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.