Þessar fallegu myndir af þekktum stjörnum að slaka á heima hjá sér er að finna í tímaritinu Architectural Digest.
Árið 1964 hafði Sophia Loren verið á forsíðu yfir 40 tímarita um allan heim og fékk ofurlaun í kvikmyndabransanum en hér sést hin fagra Sophia liggja slök i rúmi sínu í villu sem hún deildi með eiginmanni sínum Carlo Ponti og ungum syni þeirra hjóna.
Marlene Dietrich sagðist “aldrei hafa viljað verða kvikmyndastjarna, að leika einhvern annan en sjálfa sig, þurfa alltaf að vera falleg og “hafa einhvern stanslaust að greiða úr augnhárunum”.
Pjattið í kringum bransann fór í taugarnar á henni. Myndin er tekin 1964 á heimili Marlene. Mikið um svört og hvít húsgögn og tuxedo sófa en hún var víst líka afar hrifin af zebra og tígramunstri. Takið eftir litla svarta borðinu í bakgrunninum og speglasnyrtiborðinu en bæði eru inn í dag og jafnvel hefur þetta aldrei farið úr tísku.
John Wayne lék harðan kúreka og þótti einn sá alflottasti í bransanum. Ef gera átti kúreka og índíánmynd þá var kallinn ómissandi -greinilega Brad Pitt kúrekamyndatímans. Hér er John Wayne myndaður á heimili sínu með dóttur sinni Aysse Wayne … það sem mér þótti eftirtektarvert er hversu nútímalegt heimilið er.
Kynbomban Marilyn Monroe, slök á heimili sínu að lesa reifara.
Ava Gardner sést hér á heimili sínu. Hún var ansi þokkafull en ekki er ég hrifin af heimili hennar en það er nú smekksatriði.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.