Í gær fjallaði ég um aðdáenda-gjafirnar sem við ætlum að gefa þegar við erum komnar með 4000 aðdáendur á Facebook.
Hér eru myndir af Oroblu ABC sokkabuxum og Maybelline maskara sem verða í gjafapakkanum en það verða margar heppnar konur sem fá svona ásamt snyrtibuddu og augnblýanti frá Maybelline. Meiriháttar góðar vörur sem er gaman að gefa ykkur 🙂
Svo höldum við áfram eftir að 4000 markinu er náð og þá munum við gefa fjölmarga vikupassa í Hreyfingu sem kostar annars um 4000 krónur. Athugið endilega að við erum ekki að safna „vinum“ heldur „aðdáendum“ og þá smellir maður á „Become a Fan“ en ekki „Add as friend“ 😉
Og athugið líka að gera Suggest to friends þegar þið eruð sjálfar orðnar aðdáendur. 🙂
Annars sýnist okkur þetta ganga meiriháttar vel og vonumst til að verða komnar með 4000 vinkonur og draga góssið út á mánudag þegar gjafirnar verða komnar niður í Lyfju í Smáralind þar sem hægt er að sækja þær og… fá 20% afslátt.

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.