Þar sem ég varð 28 ára um daginn, og komst að því að sumar yngri en ég hafa notað hin ýmsu krem til að sporna við hrukkumyndun, ákvað ég að slá til og prófa! Ég fór nefninlega að sjá smá línur á enni og í kringum augu fyrir nokkru síðan.
Vörurnar sem ég var svo heppin að fá að gjöf eru frá Elizabeth Arden og kallast Flawless Future. Þær henta akkúrat þeim sem eru farnar að sjá allra fyrstu merki öldrunar í húð.
Flawless Future Caplet Serum – Það fyrsta sem náði mér voru reyndar umbúðirnar, fell auðveldlega fyrir stílhreinu og fallegu. Já, þetta er jafn dásamlega girnilegt og á myndum. Þegar maður pumpar opnast perluhylkin og verða að léttum, glitrandi vökva til að bera á andlit.
Vökvinn fer snögglega inn í húðina og ilmar vel, en þetta er eitthvað sem skiptir mig miklu máli. Ég vil geta verið snögg að gera mig tilbúna á morgnana! Húðin verður frískleg og serum-ið gefur henni raka. Einnig fannst mér tónn og áferð jafnast yfir allt andlitið og háls.
Flawless Future Moisture Cream – Létt rakakrem sem ég nota daglega. Kremið jafnar út húðina svo hrukkur og roði verði síður áberandi. Mér finnst ég líta út eins og eftir langan svefn þegar ég nota þetta krem. Húðin verður meira ,,puffy” og ungleg. Það sama á við um kremið og serum-ið, hvoru tveggja smýgur hratt inn í húðina.
Ég var svo heppin að fá einnig að prófa kvöldmaska frá Elizabeth Arden.
Sá heitir Visible Difference Hydration Boost Night Mask og ég nota hann eitt kvöld í viku í 5-10 mínútur í senn. Húðin hitnar örlítið á meðan maskinn nær hámarks virkni, sem er bara kósí.
Nú þegar farið er að kólna í veðri finnst mér þetta alveg dásamlegt, að liggja í sófanum heima með rakamaska á andlitinu.
Húðin á það oft til að þorna og þá sérstaklega í kringum nefsvæðið. Með maskanum finnst mér rakastig húðarinnar haldast í jafnvægi.
Munum svo alltaf að setja öll krem, serum og maska á tandurhreina húð!
Við á Pjattinu ætlum að gefa einum lesanda þessar frábæru vörur!!
Ef þig langar að eignast þær skaltu smella HÉR á Facebook síðuna okkar og skilja eftir sæta athugasemd við þessa umfjöllun.
Vörurnar fá 4.5 af 5 stjörnum hjá mér einfaldlega vegna þess að ég þori aldrei að gefa 5!
[usr 4.5]
Hulda Jónsdóttir Tölgyes er 28 ára og úr Reykjavík.
Hulda hefur lokið tveimur háskólaprófum í sálfræði og stefnir ótrauð á að læra enn meira innan þess sviðs á næstu árum.
Hún er jafnframt lærður naglafræðingur úr MOOD skólanum og einn af stofnendum poppkórsins Vocal Project.
Hulda er hundafrík sem naglalakkar stundum tíkina sína!