Sjávargrillið heitir nýlegur, dásamlegur veitingastaður við Skólavörðustíg 14.
Staðinn á og rekur Gústav Axel Gunnlaugsson sem lærði til kokks á Sjávarkjallaranum en var síðast yfirkokkur á Fiskfélaginu og vann þar tiltilinn Matreiðslumaður ársins 2010.
Við Pjattrófur erum fastagestir á Sjávargrillinu og höfum verið duglegar að mæta bæði í hádeginu og á kvöldin. Stemmningin er góð, innréttingarnar æðislegar og maturinn enn betri.
Síðast fórum við á föstudaginn og fengum það sem Gústi kokkur kallar GRILLPARTÝ en það er samsettur matseðill fyrir hópa og/eða pör. Algjör dásemd. Það eina sem þú gerir er að bíða eftir næsta disk en þeir koma hver á eftir öðrum, og allt alveg unaðslega girnilegir og fallegir réttir.
Það besta er að nú ætlar Sjávargrillið að bjóða 5 lesendum Pjattrófanna að taka með sér 3 út að borða í grillpartý ásamt fordrykk og alles!
Þetta þýðir að við drögum út 5 nöfn sem hvert um sig getur boðið 3 með sér út að borða, annaðhvort fjölskyldunni, tvö pör eða vinkonur! Er þetta ekki æði?! (Fáðu svo makann líka til að læka Pjattrófurnar á FB…þá eigið þið meiri möguleika ;))
Til að lenda í pottinum skaltu skrifa komment fyrir neðan, t.d. segja okkur hverjum þig langar að bjóða með út að borða og læka svo FB síðu SjávarGrillsins 😉
HÉR er Facebook síða SjávarGrillsins og hér eru nokkrar myndir af pjattrófupennum að upplifa GrillPartý SjávarGrillsins!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.