Pjattrófurnar hafa undanfarin þrjú ár haft gaman af því að gefa fallegar eða gómsætar gjafir frá velunnurum okkar.
Til að geta átt möguleika á skemmtilegri gjöf þarf bara að skilja nafnið sitt eftir á réttum stað og svo drögum við út heppna lesendur sem fá eitthvað fallegt, skemmtilegt eða bæði.
Nú ætlum við að bjóða heppnum lesanda að skella sér á Tapashúsið með kærastann, eiginmanninn eða vinkonu í æðislega rússíbanaferð um undraheima tapasmenningarinnar sem þeir á Tapashúsinu kalla Tívolí.
Um er að ræða 8 rétta tapasmatseðil þar sem kokkurinn kemur þér á óvart með spennandi kræsingum – til dæmis…
Stökkur letur humar með aioli sósu
–
Tómatar & Mozarella á þrenna vegu
–
Risatígrisrækja með möndlupestó
–
…eða lambakótilettur með rósmarín…
–
…og auðvitað eðalvín og fordrykkir!
Til að eiga möguleika – og ÞÚ átt vissulega möguleika — er ekki annað að gera en að…
SMELLA HÉR
…og skilja eftir nafnið þitt og kannski broskarl og hjarta fyrir kokkin ♥ Við drögum á sunnudaginn 🙂
Hér sérðu nokkrar myndir af fínum réttum á matseðli Tapashússins sem er sannarlega einn heitasti veitingastaður borgarinnar í dag og aðrar af sérlegri tapasferð pjattrófanna til Sevilla fyrr á árinu!
VIÐ ELSKUM TAPAS!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.