Clarins og Pjattrófurnar fara nú af stað með einn Pjattrófulegasta leik sem hugsast getur en Clarins ætlar að gefa snyrtivörur í dekurpakka að verðmæti 50.000 kr til 5 vinkonuhópa!
Vörurnar eru sérstaklega hannaðar til noktunar á snyrtistofum og koma því í stórum og veglegum umbúðum. Við sjáum það fyrir okkur að þið stelpurnar getið t.d. tekið pakkann með í bústaðinn og haft ykkar eigin SPA helgi, eða bara haldið hana heima og jafnvel fengið nuddara til liðs við ykkur, sitja svo með maska á andlitinu, tærnar upp í loft og freyðivín í glasi. Er hægt að hugsa sér betra sumar dekur???
Vörurnar eru í hæsta gæðaflokki en innfalið í pakkanum er….
- Body Skrúbbur: Fíngerður skrúbbur fyrir líkamann. Stinnir og slípar húðina.
- Body Balm: Unaðslegt róandi líkamskrem með olíum.
- Body Polisher: Skrúbbur með salti og olíu fyrir líkamann.
- Body Lotion: Einstaklega rakagefandi líkamskrem sem gerir húðina sérstaklega mjúka, borið á frá ökkla og uppúr. Fyrir þurra og mjög þurra húð.
- Brjóstagel: Styrkjandi gel fyrir brjóstsvæði sen lyftir og stinnir- einstaklega gott eftir að konur hætta með börn á brjósti.
- Hálskrem: Nærandi háls/brjóstakrem sem sléttir og stinnir. Húðliturinn verður bjartari.
- Rakamaski: Rakamaski sem er alger rakabomba fyrir húðina. Berið þykkt lag á andlitið en sleppið augnsvæðinu. Verið með maskann á í 10-20 mín og taka svo af með volgu batni. Einnig má sofa með maskann.
- Hreinsivatn: Hreinsir og andlitsvatn í einu. Fjarlægir léttan farða án þess að nota vatn.
- Hreinsifroða: Froða sem hreinsar farða og óhreinindi. Mýkir og frískar húðina. Þvoið af með voldu vatni.
- Augnkrem: Krem sem gefur góðan raka. Sléttir stinnir og mýkir.
- Augnmaski: Rakagefandi augnmaski sem nærir húðina og lýsir upp dökkan húðlit á augnsvæði.
- Rakakrem: Einstakt rakakrem sem bindur raka í húðinni í 24 tíma. Ætlað fyrir allan aldur og allar húðtegundir.
- Brúnkukrem frá Au Courant: Einstakt brúnkukrem eins og notað er í SPRAY TAN klefum. Þetta notar Cristina Aguilera. Krem fyrir líkamann. Gefur samstundis fallegan gullinbrúnan lit. Notið hanska til að bera á líkamann og svamp til að bera á hendur.
Sigurvegararnir sem senda okkur svo flottustu myndina af hópnum fá að auki dagkrem og flottan maskara frá Clarins!
Gerðu LIKE á þessa færslu og skrifaðu KOMMENT hér í athugasemdir (skrolla aðeins neðar)… svo veljum við 5 VINKONUHÓPA úr athugasemdakerfinu um helgina!!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.